Jón Gunnlaugsson dró skútu í land

Skútan var úti fyrir Faxaflóa.
Skútan var úti fyrir Faxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson frá Akranesi sótti skútu á Faxaflóa í kvöld. Hún hafði lent í mótbyr og gekk henni brösuglega að sigla í land. Landhelgisgæslan fékk ósk um aðstoð klukkan hálfníu í kvöld og var verkefninu lokið um klukkan hálftólf, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Skútan var ekki í bráðri hættu en gekk brösuglega. Því var ákveðið í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg að Jón Gunnlaugsson skyldi sigla til móts við skútuna og draga hana til hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert