Ekki skoðað að fella niður kröfur

Fulltrúar bankanna segja þá ekki hafa haft til skoðunar að afskrifa afborganir ferðaþjónustufyrirtækja.

Tilefnið er viðtal við Eirík Svavarsson, hrl. og lögmann Fosshótels Reykjavík, í Morgunblaðinu í gær. Sagði Eiríkur brýnt að bankar komi til móts við leigusala og leigutaka í hótelgeiranum sem hafi orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Þá kunni lögbannskrafa Fosshótels Reykjavík við þeirri fyrirætlan Íslandsbanka að greiða út bankaábyrgð, skv. kröfubréfi Íþöku fasteigna, að vera fordæmisgefandi.

Þessi sjónarmið voru borin undir bankana en jafnframt var spurt hvort þeir hefðu fengið kröfu um að bankaábyrgð yrði greidd út vegna vangoldinnar leigu fasteignafélaga.

Fulltrúi Landsbankans sagði bankann ekki hafa skoðað að afskrifa afborganir ferðaþjónustufyrirtækja en bjóði fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum ýmis úrræði, m.a. frestun greiðslna. Ekki væru veittar upplýsingar um einstaka viðskipti, s.s. kröfur vegna bankaábyrgða.

Upplýsingafulltrúi Arion banka sagði afskriftir á afborgunum ferðaþjónustufyrirtækja í faraldrinum ekki hafa verið í sérstakri skoðun. Fulltrúi Íslandsbanka sagði bankann hafa boðið almenn úrræði til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina vegna faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »