Listaháskólanum lokað vegna kórónuveirunnar

Ljósmynd/LHÍ

Listaháskóla Íslands var lokað í dag vegna fjölda kórónuveirusmita sem upp hafa komið síðustu daga. Lokunin er tímabundin og segir á facebooksíðu skólans að starfsemi hans hefjist aftur að nýju á mánudag að óbreyttu.

Í tilkynningu LHÍ segir að þetta sé gert í ljósi þess að mörg þeirra smita sem greindust síðustu daga hafa tengst háskólastarfi. 

mbl.is