155 milljóna endurbætur

mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurbætur á framhúsi Þjóðleikhússins ásamt nýrri utanhússlýsingu eru á lokametrunum, en fyrsta frumsýning vetrarins á Stóra sviðinu verður eftir viku.

„Mesta hólið í okkar huga er ef leikhúsgestir sem hingað koma spyrja sig hvort þetta hafi ekki alltaf verið svona,“ segir Þórður Orri Pétursson lýsingarhönnuður, sem ásamt Hálfdani Lárusi Pedersen innanhússhönnuði hefur hannað og haft umsjón með endurbótunum, sem kosta um 155 milljónir króna.

Miðasalan er komin aftur á sinn stað og panellinn fyrir ofan lúguna var áður afgreiðsluborð gömlu miðasölunnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert