Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, verður ekki viðstaddur á fundinum …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, verður ekki viðstaddur á fundinum í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra er kominn í sóttkví, þar sem hann var í samskiptum við smitaðan einstakling fyrr í vikunni. Verður hann því ekki viðstaddur á upplýsingafundi almannavarna sem hefst klukkan 14 í dag. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna.

Í hans stað mætir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fer hún yfir gang mála með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni.

Engir aðrir starfsmenn almannavarna voru sendir í sóttkví í kjölfar þessa en Jóhann tekur fram að starfsmenn leggi ríka áherslu á smitvarnir í sínum störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert