Þurfa að ákveða nafn á sveitarfélagið

Kjörseðlar í kosningunni voru taldir í Menntaskólanum á Egilsstöðum á …
Kjörseðlar í kosningunni voru taldir í Menntaskólanum á Egilsstöðum á laugardagskvöldið og fram á aðfaranótt sunnudagsins. Austurfrétt/Gunnar

„Ég er mjög ánægður með þennan árangur,“ sagði Gauti Jóhannesson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Listinn fékk mest fylgi þegar kosið var til sveitarstjórnar vegna sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar á laugardag.

„Okkur tókst að mynda samstæðan hóp og málefnaskrá sem allir gátu fellt sig við. Ég held að við höfum verið að uppskera vegna þess og fólk hafi skynjað okkur sem samhentan hóp með skýra sýn,“ sagði Gauti.

Hann segir stefnt að því að viðræður um myndun meirihluta hefjist sem fyrst en formlegar viðræður voru ekki hafnar í gær. Ellefu fulltrúar verða í nýju sveitarstjórninni sem tekur við 4. október og mun sitja til loka kjörtímabilsins árið 2022. Nýja sveitarfélagið verður það víðfeðmasta á landinu.

Gauti sagði að eitt fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar yrði væntanlega að ákveða hvað nýja sveitarfélagið á að heita, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert