Einn á slysadeild eftir líkamsárás

Lögreglan á vettvangi í Árbænum.
Lögreglan á vettvangi í Árbænum. mbl.is/Kristján

Einn hefur verið fluttur á slysadeild eftir líkamsárás í fjölbýlishúsi við Rauðás í Árbænum.

Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er mögulegt að hnífur hafi verið notaður við árásina en rannsókn er í fullum gangi og margt óljóst sem stendur.

Hann segir að einhverjir hafi verið handteknir vegna árásarinnar og að þeir verði yfirheyrðir í framhaldinu.

Uppfært kl. 14.48

Þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Grunur er um hnífstungu, að sögn Stellu Mjallar Aðalsteinsdóttur lögreglufulltrúa. Ekki er útlit fyrir að sá sem fluttur var á slysadeild sé í lífshættu.

Lögreglan var með töluverðan viðbúnað.
Lögreglan var með töluverðan viðbúnað. mbl.is/Kristján
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert