Ábending um málið kom ekki frá RÚV

Dettifoss.
Dettifoss. nilskrogh v/Clienti A/S

„Eins og fram kom í Kveik þá fengum við ábendingu sem við vorum að vinna úr. Það hefur svo sem komið fram í umræðunni að málið hefur verið sent til héraðssaksóknara. Það embætti fer nú með málið,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísar hún þar til umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu í gær.

Í þættinum var Eimskip sakað um að hafa losað skip­in Lax­foss og Goðafoss í gegn­um fyr­ir­tækið GMS, sem er stórt alþjóðafyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í því að vera milliliður. Þannig kaup­ir GMS skip og sel­ur áfram til niðurrifs í Asíu. Um­rædd skip voru end­urunn­in á Indlandi. Er þetta talið vera mögu­legt brot á Basel samn­ingn­um. 

Málið kom ekki frá RÚV

Að sögn Sigrúnar barst Umhverfisstofnun erindi frá fréttamönnum Kveiks við áður en þátturinn var sýndur. Aðspurð segir hún að rannsókn stofnunarinnar hafi ekki verið tekin upp á þeim forsendum heldur hafi Umhverfisstofnun borist ábending um málið. „Málið kemur ekki frá RÚV. Kveikur sendi spurningu hingað, en það var komið inn á borð til okkar áður.“

Spurð hvort hún vilji bregðast við yfirlýsingu Eimskips kveður Sigrún nei við. Málið verði ekki rekið í gegnum fjölmiðla. „Við teljum að við höfum unnið þetta rétt og ég ætla ekki að fara í samtal um það í gegnum fjölmiðla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert