Kveðja eftir siglingar í 20 ár

Goðafoss á siglingu.
Goðafoss á siglingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Systurskipin Goðafoss og Laxfoss, sem áður hét Dettifoss, hafa verið tekin úr rekstri hjá Eimskipafélagi Íslands. Þetta eru tímamót í siglingasögunni því þessi stærstu skip íslenska kaupskipaflotans hafa verið í Íslandssiglingum í 20 ár og flutt varning heiman og heim.

Ekki eru tiltækar upplýsingar um tonnafjölda þess varnings sem skipin hafa flutt á þessum árum. Hins vegar hafa starfsmenn Eimskips slegið á það að hvort skip hafi siglt 1,5 milljónir sjómílna á síðustu 20 árum. Það samsvarar nærri 70 ferðum umhverfis jörðina!

Síðar á þessu ári taka ný skip við merkinu hjá Eimskip, Dettifoss og Brúarfoss, sem eru smíðuð í Kína. Þau verða jafnframt stærstu skip íslenska flotans, rúmlega 26 þúsund brúttótonn. Til samanburðar eru Goðafoss og Laxfoss 14.664 brúttótonn. Systurskip nýju skipanna, hið grænlenska Tukuma Arctica, kom í jómfrúferð til Reykjavíkur á dögunum. Þegar Tukuma Arctica sigldi úr höfn að kvöldi annars í páskum mætti það Goðafossi fyrir utan Engey. Gamli tíminn var að kveðja og sá nýi að taka við.

Skipin tvö sem nú hverfa úr flotanum voru smíðuð árið 1995 hjá Örskov Staalskipsværft í Frederikshavn í Danmörku. Þetta voru stærstu og jafnframt síðustu gámaskipin sem skipasmíðastöðin byggði. Þau eru 166 metrar að lengd og breiddin er 27 metrar. Ganghraði er 21 sjómíla.

Skipin voru í siglingum fyrir dönsk félög fyrstu árin en Eimskip keypti þau árið 2000. Fyrra skipið fekk nafnið Goðafoss en það seinna Dettifoss. Þau hófu strax Íslandssiglingar. Hafa skipin verið í áætlunarsiglingum milli Íslands, Færeyja og meginlandsins og auk Reykjavíkur hafa þau haft viðkomu á Grundartanga og Eskifirði/Reyðarfirði. 

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »