Aldrei fleiri doktorar útskrifast

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls útskrifuðust 4.370 nemendur með 4.408 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2018-2019, sem er svipaður fjöldi og árið áður.

Doktorar hafa aldrei verið fleiri, eða 101. Voru þeir 40 fleiri en árið áður, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Um fjórir af hverjum tíu brautskráðum doktorum teljast hafa innflytjendabakgrunn, þ.e. eru fæddir erlendis og eiga erlenda foreldra. Sumir doktoranna hafa brautskráðst frá íslenskum háskólum í samstarfi við erlenda háskóla.

Alls voru 2.442 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu skólaárið 2018 til 2019. Brautskráningar með viðbótardiplómu voru 466 og 1.323 brautskráningar vegna meistaragráðu.

Eins og undanfarin ár voru konur um tveir af hverjum þremur nemendum sem luku háskólaprófi skólaárið 2018-2019, eða 65,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert