Landsfundur Viðreisnar í beinni

Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag hefst þriðja landsþing Viðreisnar í Hörpu þar sem kosið verður um varaformann flokksins en ljóst er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun sitja áfram sem formaður. Einnig verður kosið í ýmsar nefndir og stjórnunarstörf og fara kosningar fram með rafrænum hætti.  

Hægt er að kjósa nú þegar en frestur til að bjóða sig fram til varaformanns rennur út klukkustund eftir að kjöri formanns hefur verið lýst. 

Meðal þeirra sem bjóða sig fram í stjórn er Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður flokksins, sem gaf nýlega út að hann myndi gefa kost á sér til forystu á framboðslista Viðreisnar fyrir næstu kosningar.

Á milli kl. 16 og 18:30 er verður viðburðurinn sendur út í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér fyrir neðan. 

500 manns á landsþingi Viðreisnar

Ríflega 500 manns taka þátt í landsþingi Viðreisnar sem fer fram á vidreisn.is í dag. Vegna COVID-19 var tekin ákvörðun um að færa landsþingið úr Silfurbergi Hörpu og á stafrænt form, að því er segir í tilkynningu. 

Snör handtök þurfti til að breyta fyrirkomulagi þingsins í kjölfar mikillar fjölgunar smita í síðustu viku.

Þinggestir og skipuleggjendur láta það ekki á sig fá og ganga nú til kosninga um formann, varaformann, stjórnarmeðlimi og formenn málefnanefnda flokksins, ásamt afgreiðslu stjórnmálayfirlýsingar fyrir komandi þingvetur, segir ennfremur. 

Þorsteinn Víglundsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson við …
Þorsteinn Víglundsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson við upphaf fundarins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert