37 ný smit innanlands: 26 utan sóttkvíar

Af sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Af sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greind­ust 37 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, þar af 31 í ein­kenna­sýna­tök­um og 6 í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun.

Af þeim sem greind­ust voru 11 í sótt­kví. Voru því 26 utan sótt­kví­ar.

3 smit greind­ust við landa­mær­in og er mót­efna­mæl­ing­ar beðið í öllum til­vik­um. 

605 manns eru í ein­angr­un með virk smit og 1.845 í sótt­kví. Í skimun­ar­sótt­kví eru 1.577 manns.

13 eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Fólkið sem liggur á Landspítala vegna COVID-19 er á breiðu aldursbili. Sá yngsti er á þrítugs­aldri og sá elsti á sjö­tugs­aldri. Þeir sem eru á gjörgæslu eru á sextugs og sjötugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert