Sungið, dansað, bakaðar vöfflur og blásið í blöðrur

Drafnarborg. Krakkarnir á leikskólanum fagna 70 ára afmæli skólans í …
Drafnarborg. Krakkarnir á leikskólanum fagna 70 ára afmæli skólans í dag. Hér viðra þau sig í blíðunni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólk og börn á Drafnarborg minnast þess í dag að 70 ár eru frá því leikskólinn var tekinn í notkun. Húsnæðið var hannað og byggt sérstaklega sem leikskóli og hafði slíkt ekki verið gert áður í Reykjavík.

„Við ætlum að hafa gaman með litlu börnunum, syngja, dansa, baka vöfflur og blása í blöðrur,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri um afmælisveisluna í Morgunblaðinu í dag.

Leikskólarnir Drafnarborg á Drafnarstíg og Dvergasteinn á Seljavegi sameinuðust 2011 og eru sex deildir í þremur húsum. Fjórar deildir elstu barnanna eru á Seljavegi en eins og tveggja ára börnin á Drafnarstíg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »