Fjögur ungmenni flutt á sjúkrahús

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjögur ungmenni, á aldrinum 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri í nótt eftir bílveltu í Eyjafirði.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra var unga fólkið á ferð um Hólaveg í Eyjafirði um hálfeitt í nótt. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni á malarkafla í beygju og hafnaði hún utan vegar og valt. Bifreiðin er talsvert skemmd.

Ökumaðurinn og farþegarnir, tveir piltar og tvær stúlkur, voru flutt með sjúkrabifreiðum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Að sögn varðstjóra er ekki talið að þau séu alvarlega slösuð. 

mbl.is