Nám fjarri skólasvæðinu

Framkvæmdir eru fram undan.
Framkvæmdir eru fram undan. mnl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður greiði 750-900 milljónir króna í leigu og rekstur á bráðabirgðahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á 4-5 ára tímabili, á meðan hluta starfseminnar þarf að flytja af skólasvæðinu vegna framkvæmda þar.

Húsnæðið þarf að vera rúmgott, um 4.000 fermetrar, enda verður verulegur hluti af núverandi skólahúsnæði undirlagður framkvæmdunum á tímabilinu. Þær ættu að hefjast bráðlega.

Til stendur að rífa þann hluta Casa Christi sem ekki er friðaður og þar með ryðja veginn fyrir nýja 2.200 fermetra byggingu þar sem aðstaða verður fyrir mötuneyti og skrifstofur sem nú eru til húsa í Gamla skóla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert