Varað við hálku

Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit fyrir hægviðri á landinu í kvöld og að það frysti allvíða en þá eru líkur á að hálka myndist á vegum. Þetta kemur fram í viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að það eru hálkublettir á fjallvegum á Vestfjörðum en hálka og hálkublettir á fjallvegum á Vesturlandi, Norðaustur- og Austurlandi. Snjór á Fjarðarheiði. 

„Það dregur úr norðaustanáttinni með morgninum og eftir hádegi verður vindur víða á bilinu 5-10 m/s. Bjart að mestu á Vesturlandi, en það verða dálítil él norðan- og austanlands og skúrir með suðurströndinni. Hiti 1 til 7 stig en í kvöld lægir og frystir allvíða og þar sem enn verður blautt á eru líkur á hálku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun en það verða stöku skúrir eða él vestan til á landinu og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en frystir aftur víða annað kvöld. 

Minnkandi norðaustanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Bjart að mestu á Vesturlandi en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnan til. Hiti 1 til 7 stig en lægir í kvöld og frystir allvíða.

Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun en stöku skúrir eða él vestan til og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum en stöku skúrir eða él vestanlands og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, hiti 1 til 6 stig. Hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands með hita kringum frostmark.

Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin suðaustan- og austanátt og rigning með köflum en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnan til.

Á laugardag (fyrsta vetrardag):
Hvöss austanátt og rigning og talsverð úrkoma um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir breytilega átt með dálítilli vætu í flestum landshlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert