Andvana fædd börn fái kennitölu

Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í …
Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir breytingu á lögum sem myndu veita heimild til að gefa út kennitölur til andvana fædda barna sem fæðast eftir 22. viku meðgöngu. 

Með breytingunni myndu foreldrar þessara barna öðlast tiltekin mikilvæg réttindi, svo sem til fæðingarorlofs, er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þær kennitölur sem úthlutað verður í þessum tilvikum eru svokallaðar kerfiskennitölur en þær verða aðgreindar frá hefðbundnum kennitölum í kerfum þjóðskrár og notaðar af opinberum stofnunum til að veita tiltekna þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert