Ökklabrotnaði á Helgafelli

Helgafell við Hafnarfjörð.
Helgafell við Hafnarfjörð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sótti göngukonu á Helgafell síðdegis í gær sem hafði ökklabrotnað á göngunni. Bera þurfti konuna 1,5 km niður af fjallinu. Mikill fjöldi fólks leggur leið sína á fjöll og fell við höfuðborgarsvæðið þessa dagana og minnir gangandi umferð mest á Laugaveginn á Þorláksmessu.

Vetrarfrí eru að hefjast í flestum skólum á morgun og má búast við því að fólk verði mikið á ferðinni gangandi og hjólandi. Varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega og vara ekki vanbúið í fjallgöngur. 

Enn og aftur voru yfir 100 sjúkraflutningar hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn, nánar tiltekið 115 talsins. Þar af voru 22 forgangsflutningar og 17 Covid-flutningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert