Slökkvilið kallað út vegna elds á Framnesvegi

Slökkviliðið var kallað út á ellefta tímanum vegna bruna á …
Slökkviliðið var kallað út á ellefta tímanum vegna bruna á Framnesvegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í íbúð við Framnesveg í Reykjavík á ellefta tímanum í dag. Voru allar stöðvar ræstar út, en tveimur mínútum síðar hringdi íbúi og sagðist hafa náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Hins vegar væri talsverður reykur í íbúðinni.

Í framhaldinu voru allar stöðvar nema ein afturkallaðar. Tók reykræsting skamman tíma og er aðgerðum nú lokið að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns. Ekki urðu teljandi skemmdir á íbúðinni.

mbl.is