Alvarlegt slys á leikskóla

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Alvarlegt slys varð á leikskóla í Hörgársveit í dag. Barn var flutt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur um miðjan dag. RÚV greindi frá en Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir að flogið hafi verið með slasað barn suður.

Frekari upplýsingar fást ekki um málið að sinni, hvorki um hvað átti sér stað né líðan hins slasaða.

mbl.is