Lóð fyrir þaravinnslu

Íslandsþari. Vilyrði hefur fengist um lóð á iðnaðarsvæði sunnan við …
Íslandsþari. Vilyrði hefur fengist um lóð á iðnaðarsvæði sunnan við bæinn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Íslandsþara ehf. vilyrði fyrir átta þúsund fermetra lóð við Hrísmóa eða Víðimóa. Lóðirnar eru á iðnaðarsvæði sunnan við bæinn og hyggst fyrirtækið reisa þar 4-5 þúsund fermetra hús fyrir vinnslu á stórþara.

Snæbjörn Sigurðarson, sem hefur unnið að verkefninu síðustu mánuði, segir að undirbúningur sé á fullu. Áhersla er lögð á að ljúka fjármögnun á næstu vikum og segir hann að hópur fjárfesta sé að skoða málið ofan í kjölinn. Gangi allar áætlanir eftir verði hægt að hefja uppbyggingu snemma á næsta ári og vinnslu þá um sumarið.

Áformað er að nýta Húsavíkurhöfn til að landa þara og til útskipunar á afurðum. Sé þarans aflað lengra frá Húsavík sé mögulegt að landa honum annars staðar og keyra þá til vinnslu á Húsavík, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »