Frumleg blessun Dýrafjarðarganga

Dýrafjarðargöng voru vígð í gær við óvenjuega en hátíðlega athöfn.
Dýrafjarðargöng voru vígð í gær við óvenjuega en hátíðlega athöfn. Ljósmynd/Baldvin

Opnun Dýrafjarðarganga var eins og frá segir á mbl.is í gær að mörgu leyti óvenjuleg. Ástandið í þjóðfélaginu kom í veg fyrir hefðbundna og hátíðlega athöfn með borðaklippingum og barnakórum. Áfanganum var engu að síður fagnað og þurftu heimamenn sem og ráðamenn að grípa til frumlegra aðferða til þess að halda í hefðir. 

Frumleg blessun

Sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur, sóknarpresti í Þingeyrarprestakalli, þótti ekki annað hægt en að blessa göngin. Hún greip til þess ráðs að fara á bíl sínum í gegnum göngin á vígsludegi, fara með blessunarorð á ferðinni og streyma á Facebook-síðu prestakallsins

Dýralæknar og Dýrafjarðargöng 

Dýrafjarðargöng voru opnuð í gegnum síma og athöfninni var stýrt af tveimur dýralæknum, ekki vegna þess að dýr séu að finna í göngunum heldur vegna starfa sinna. Um er að ræða Sigurð Inga Jóhannsson og Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra en svo skemmtilega vill til að þau eru bæði dýralæknar. 

Tveir dýralæknar opna Dýrafjarðargöng; Berþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi …
Tveir dýralæknar opna Dýrafjarðargöng; Berþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Ljósmynd/Facebook
mbl.is