Grunur um gasleka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk ábendingu frá öryggisfyrirtæki um kl. fjögur í nótt um að viðvörunarkerfi hefði farið í gang í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík og grunur væri um gasleka. 

Að sögn varðstjóra reyndist grunurinn ekki á rökum reistur en undanfarinn sólarhringur hefur verið erilsamur hjá slökkviliðinu, ekki síst sjúkraflutningafólki. Alls var farið í 128 sjúkraflutninga þar af voru 27 forgangsflutningar og 27 Covid-19-flutningar.

Í gær kviknaði í húsi í Kórahverfi og urðu töluverðar skemmdir á innanstokksmunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert