Þrengja leitarsvæðið að nýju

Mynd úr safni og er ekki tekin við leitina í …
Mynd úr safni og er ekki tekin við leitina í dag. mbl.is/Eggert

Leitarsvæðið hefur verið þrengt að nýju að sögn Friðriks Jónas­ar Friðriks­son­ar sem stýr­ir aðgerðum á fyr­ir aust­an. Leit stendur yfir að ungum manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. 

Leitarsvæðið var víkkað út í morgun en hefur nú verið þrengt eftir að nýjar vísbendingar bárust að sögn Friðriks. Tugir björgunarsveitarmanna taka þátt í leitinni og um hádegi bætist þyrla Landhelgisgæslunnar við en slæmt veður hefur hamlað þátttöku hennar. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu og hefur veður verið slæmt á þessum slóðum frá því í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert