Fjórar líkamsárásir í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um fjórar líkamsárásir í nótt. Í einu tilviki var þolandi fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til frekari skoðunar. Öll málin eru í rannsókn. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu, 76 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 í gær til klukkan fimm í morgun. Sex gista í fangageymslu.

Nokkuð var um verkefni vegna ölvunar, hávakvartanna og tilkynninga vegna fjöldatakmarkanna.

Þá varð umferðaslys á Sæbraut þar sem tvær bifreiðar skullu saman. Engin slys urðu á fólki en báðar bifreiðar eru óökufærar.

Fjórir voru stöðvaðir vegna gruns um fíkniefna aksturs og þrír stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Tilkynnt var um tvo þjófnaði úr verslunum og voru þau mál afgreidd á staðnum með skýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert