Eldfjallasafnið auglýst til sölu

Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar í Stykkishólmi.
Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar í Stykkishólmi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið sett á sölu. Því fylgja allir safnmunirnir sem Haraldur Sigurðsson hefur komið sér upp á ferli sínum sem spannar um fimm áratugi, en húsnæðið sem hýsir safnið er í eigu Stykkishólmsbæjar. „Það er áfall fyrir mig að svona skyldi fara,“ segir Haraldur.

Spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að setja safnið á sölu svarar hann að reksturinn hafi um langt skeið verið skiptur milli sín og bæjarins, „en nú tilkynna þeir mér að þeir geti ekki haldið við húsinu og við verðum að loka safninu. Þá er ekki um annað að ræða en að flytja það á brott og set ég það hér með á sölu sem eina heild – þetta verður selt sem ein heild, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er nú fæðingar- og uppeldisstaður minn – Stykkishólmur. Ég hef viljað gera mitt fyrir bæjarfélagið og lagði fram safnið og þá hefur þetta bara farið svona hjá þeim. Það er enginn skilningur á gildi safnsins og hvað þetta er verðmætt fyrir ferðamanninn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »