Staðsetning staurs út í móa

Staðsetning á nýlegum ljósastaur við Móaveg í Grafarvogi hefur vakið athygli að undanförnu og ekki alveg að ósekju. Staurnum hefur verið komið fyrir á miðri gangstétt og lítur út fyrir að það geti verið talsverð áskorun fyrir fólk í hjólastólum að smeygja sér fram hjá honum.  

Staurinn stendur beint fyrir framan nýlegar blokkir við Móaveg sem byrjað var að flytja inn í á síðasta ári. Hjólreiðafólk hefur vakið athygli á staurnum á Facebook-spjalli sínu og því kíkti mbl.is á staurinn óheppilega í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina