Netverslanir gætu sætt dagsektum

Húrra Reykjavík er meðal verslana sem þurfa að bæta vefsíðu …
Húrra Reykjavík er meðal verslana sem þurfa að bæta vefsíðu sína. mbl.is/Árni Sæberg

„Það virðist vanta upp á þekkingu hjá seljendum á þeim reglum sem snúa að rétti neytenda til að hætta við kaup,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Neytendastofu.

Neytendastofa hefur gert fimm verslunum að gera úrbætur á vefsíðum sínum innan tveggja vikna. Ef verslanirnar verða ekki við tilmælum Neytendastofu verða lagðar 20 þúsund króna dagsektir á þær þar til úrbætur verða gerðar. Umræddar verslanir eru Úngfrúin góða, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar, Penninn, Skór.is og Húrra Reykjavík.

Þessar aðgerðir Neytendastofu eru afrakstur samræmdrar skoðunar Evrópusambandsins á vefsíðum verslana sem selja fatnað, húsgögn eða raftæki. Skoðun þessi er framkvæmd á hverju ári en misjafnt er hvers konar verslanir eru skoðaðar hverju sinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »