Meirihluti vill nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili

Kannaður var stuðningur við tillögur Stjórnlagaráðs frá 2012 sem snúa …
Kannaður var stuðningur við tillögur Stjórnlagaráðs frá 2012 sem snúa að nýrri stjórnarskrá. mbl.is/Ófeigur

Alls þykir 55% landsmanna mikilvægt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í könnun sem MMR framkvæmdi á tímabilinu 23. til 28. október 2020. Þátttakendur voru 993 talsins, 18 ára og eldri.

Bera helstu niðurstöður könnunarinnar með sér að 66% vilji að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2012 verði lagðar til grundvallar frumvarpi um nýja stjórnarskrá en 88% kváðust vilja að ný stjórnarskrá feli í sér ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar í þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis verði heimilað og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði lögfest í stjórnarskrá.

Þegar litið er til ríkisstjórnarflokkanna sýndi stuðningsfólk Vinstri grænna mestan stuðning við að tillögur stjórnlagaráðs og sögðust 79% þeirra vilja sjá þær lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Minni stuðningur mældist meðal Sjálfstæðisflokksins (20%) og Framsóknarflokksins (41%).

36% töldu mjög mikilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá á …
36% töldu mjög mikilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Grafík/MMR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert