Rúta í ljósum logum

Rútan sem er gömul og númerslaus stóð á mótum Köllunarklettsvegar …
Rútan sem er gömul og númerslaus stóð á mótum Köllunarklettsvegar og Héðinsgötu. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í rútu sem stóð við Köllunarklettsveg við Héðinsgötu um fjögur í nótt. Það tók slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á annan tíma að slökkva eldinn en rútan var alelda þegar það kom á vettvang.

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er ekki vitað um eldsupptök og málið í rannsókn lögreglu en rútan var númeralaus og ekki hreyfð lengi. 

Slökkviliðið fór í 62 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af 17 forgangsverkefni og 11 tengd Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert