Mikið fjármagn að baki pizzarisunum

Þá stend­ur til að Spaðinn, sem stýrt er af Þór­arni …
Þá stend­ur til að Spaðinn, sem stýrt er af Þór­arni Ævars­syni, fyrr­um fram­kvæmda­stjóra IKEA og Dom­in­os á Íslandi, færi út kví­arn­ar und­ir lok þessa árs og á hinu nýja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsverðar væringar eru nú á pizzamarkaði en fjárfestar hafa frest til 25. nóvember næstkomandi til þess að skila tilboðum í Dominos á Íslandi.

Á sama tíma er Pizzan í mikilli sókn þrátt fyrir mikið tap á síðustu árum og neikvætt eigið fé. Þá stendur til að Spaðinn, sem stýrt er af Þórarni Ævarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra IKEA og Dominos á Íslandi, færi út kvíarnar undir lok þessa árs og á hinu nýja, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Eigandi Pizzunnar á sterkt bakland í einu öflugasta innflutningsfyrirtæki landsins og þá koma fjárfestarnir og eigendur IKEA á Íslandi, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir að uppbyggingu Spaðans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert