Snjóflóð féllu á Tröllaskaga

Mörg snjóflóð féllu í gær, á laugardag, á utanverðum Tröllaskaga í norðaustan snjókomu. Flekaflóð féllu á laugardag í nágrenni Ólafsfjarðar og ofan Ólafsfjarðarvegar.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að talsvert hefur bætt á snjó á norðanverðum Tröllaskaga, einkum í kringum Ólafsfjörð. Snjórinn kom í fremur hlýrri NA átt á laugardag þegar rigndi á láglendi að því er segir á vef Veðurstofunnar. 

Sjá nánar hér

mbl.is