Engir fleiri greinst með veiruna á Austurlandi

Sýnataka.
Sýnataka. AFP

Enginn þeirra 38 sem settir voru í sóttkví eftir að smit kom upp á Austurlandi 17. nóvember hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi. 

Þeir sem settir voru í sóttkví í kjölfar þess að smitið kom upp voru aðallega skólabörn og fullorðnir sem útsettir voru fyrir smiti. Smit var allan tímann talið ólíklegt sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar eru af hálfu skóla og fyrirtækis sem hinn smitaði starfar hjá, eftir því sem segir í tilkynningunni. 

„Líkur á að smit hafi borist áfram minnka nú með hverjum deginum jafnvel þótt uppruni sé óþekktur. Upprunann kann að mega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum, leitaði sér ekki aðstoðar hjá heilbrigðisþjónustu og er nú orðinn frískur að nýju. Það er ein skýring en staðreyndin er einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningunni. 
Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna eða svo, en þá verða tvær vikur liðnar frá því að smit uppgötvaðist og mesta smithættan liðin hjá.

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi, - COVID -19. Eitt COVID smit er sem fyrr á Austurlandi frá þriðjudeginum...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Mánudagur, 23. nóvember 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert