Gjörónýt eftir eld nærri Smáralind

Alelda bifreið við Smáralind.
Alelda bifreið við Smáralind. mbl.is

Eldur kviknaði í bifreið á bílastæði nærri Smáralind í Kópavogi í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er bifreiðin gjörónýt. Engir slösuðust og aðrar bifreiðir urðu ekki fyrir tjóni.

Ekki liggur fyrir hver upptök eldsins voru. 

mbl.is