Spurði hvort bónusgreiðsla væri bjarnargreiði

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Arnþór

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, velti fyrir sér á Alþingi hvort fyrirhuguð bónusgreiðsla ríkisins til öryrkja upp á 50 þúsund krónur væri ekki bjarnargreiði. Átti hún þar við hugsanlegar skattgreiðslur og skerðingar sem hún hefði í för með sér.

„Veit ráðherra hvað raunverulega margar krónur öryrkinn hugsanlega kemur með í mínus þegar upp er staðið af þessum bjarnargreiða?“ spurði hún í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði að verið væri að undirbúa að geta haft greiðsluna án skerðinga og að hún yrði skattfrjáls. Hann sagði það jákvætt að þessi upphæð kæmi ofan á desemberuppbót.

Inga sagði þetta nýjar fréttir og fagnaði því sömuleiðis að hafa í fyrsta skipti í langan tíma fengið „hreint og klárt svar“.

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert