Tekur við sem sendiherra fyrst kvenna

Dr. Bryony Mathew.
Dr. Bryony Mathew. Ljósmynd/Gov.uk

Dr. Bryony Mathew hefur verið skipuð nýr sendiherra Breta á Íslandi. Hún mun taka við starfinu af Michael Nevin sem heldur í annað starf innan utanríkisþjónustunnar. Ráðgert er að Mathew komi hingað til lands í ágúst á næsta ári. 

Mathew verður með þessu fyrsta konan til að gegna embættinu hér á landi, en fram til þessa hafa einungis karlmenn gegnt starfinu. Michael Nevin sendi Mathew kveðju á Twitter þar sem m.a. kemur fram að hún sé barnabókarithöfundur. 

Byrony Mathew hefur gegnt fjölda starfa innan utanríkisþjónustu Breta, en hún hefur m.a. starfað sem fulltrúi Breta í Kína, á Kýpur, á Grikklandi auk fleiri staða. 

mbl.is