Ekki mikið rými til að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var þögull sem gröfin þegar hann var spurður um endurskoðun tillagna að sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins en núverandi reglugerð rennur út á miðvikudaginn. Þórólfur hefur skilað minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og segir ótímabært að ræða tillögurnar á þessu stigi.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna.

Þórólfur sagði ekki mikið rými til almennra tilslakana ef fólk vilji ekki fá bakslag í faraldurinn.

Svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir mögulegar

Yfirleitt hafa sóttvarnaaðgerðum tengdar faraldrinum gilt í tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði tímalengd næstu aðgerða í höndum ráðherra.

Þórólfur sagði vel koma til greina að hafa sóttvarnaaðgerðir svæðisbundnar í ljósi þess að flest smit eru á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt covid.is eru 160 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, níu á Norðurlandi eystra og færri í öðrum landshlutum.

mbl.is