18 smit innanlands – sjö utan sóttkvíar

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Alls greindust 18 kórónuveirusmit innanlands. Af þeim voru 7 utan sóttkvíar en 11 í sóttkví eða 61,11%. 199 eru í einangrun og hefur þeim fjölgað um 12 á milli daga. Aftur á móti hefur fækkað í sóttkví frá því í gær. Nú eru 689 í sóttkví og 898 í skimunarsóttkví.

40 eru á sjúkrahúsi með Covid-19 og af þeim eru tveir á gjörgæslu. Einn lést á Landspítalanum síðasta sólarhringinn af völdum Covid-19.

Á landamærunum greindist 1 virkt smit en einn með mótefni. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Þar voru tekin 357 sýni en tæplega 1.500 innanlands.

Flest smit meðal miðaldra

2 börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, 4 börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og 6 börn 6-12 ára. 6 börn á aldr­in­um 13-17 ára er með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára er 38 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 38 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 24 smit. Á sex­tugs­aldri eru 45 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 22 smit. 11 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 2 á níræðisaldri og 1 einstaklingur yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Mikil fjölgun í sóttkví á Suðurnesjum

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 167 í ein­angr­un og 506 er í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 9 smitaðir en 135 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 7 smit en 10 í sótt­kví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru 10 smit og 7 í sótt­kví. Á Norðvesturlandi er 1 smit og enginn í sóttkví. Á Vest­fjörðum er 1 smit og 21 í sótt­kví og á Vest­ur­landi er 1 smit og 5 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 3 í einangrun og 5 eru í sóttkví.     

mbl.is