Dýpkar áhrif kórónukreppunnar

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir aukinn fjárlagahalla auka líkurnar á því að efnahagsáhrifin af kórónuveirufaraldrinum dragist á langinn.

Tilefnið er að nú er gert ráð fyrir 55 milljörðum króna meiri halla í fjárlögum en áætlað var í haust. Samkvæmt frumvarpinu verður heildarafkoman þannig neikvæð um tæpa 320 milljarða á næsta ári en það eru um 870 þúsund á hvern landsmann.

„Næsta ár er kosningaár. Fjárlögin sem eru í uppsiglingu draga dám af því. Og vegna þess að næsta ár er kosningaár er viðbúið að raunveruleg útgjöld verði í hærri kantinum, og jafnvel yfir fjárheimildum ársins, sérstaklega vegna þess að kosningarnar eru fyrir áramót, og þeir sem koma til með að ráða útgjöldunum fram eftir ári þurfa ekki endilega að taka afleiðingunum af því sem kemur í ljós þegar árið er liðið.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar aðspurður að skuldasöfnunin þrýsti á að hafa skatta háa, ef ekki verður ráðist í niðurskurð á opinbera kerfinu. „Það blasir við að vegna þessarar skuldasöfnunar, sem þarf bæði að borga vexti af og greiða niður, verður að gera annaðhvort; skera niður útgjöld eða fara í skattahækkanir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert