Tæp 92% voru í sóttkví við greiningu

Alls eru 245 í sóttkví og 1.240 eru í skimunarsóttkví vegna Covid-19. Þetta er fækkun á milli daga í báðum hópum. Aftur á móti hefur einstaklingum í einangrun fjölgað um fimm á milli daga og eru þeir nú 188 talsins. 

Nú eru 33 sjúklingar á spítala vegna Covid-19 og af þeim eru þrír í einangrun. Líkt og fram kom á mbl.is í morgun greindust 12 innanlands með Covid í gær en 10 á landamærunum. Ellefu þeirra 12 sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu eða 91,67%.

Miðað við tölur á covid.is bíða enn átta niðurstöðu mótefnamælingar og tveir greindust með virkt smit í skimun 2 á landamærunum. Daginn áður var einn greindur með smit í skimun 2 á landamærunum en einn var með virkt mótefni. 

Alls voru 553 sýni tekin á landamærunum í gær en 766 einkennasýni innanlands og 66 sóttkvíarsýni. 

Eitt barn yngra en eins árs er með virkt og fimm börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un. Sex börn 6-12 ára eru með Covid-19. Átta börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 45 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 27 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 27 smit. Á sex­tugs­aldri eru 37 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 16 smit. Tólf eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, þrír á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 146 í ein­angr­un og 182 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 24 smitaðir en 25 í sótt­kví. Á Suður­landi eru sex smit en 27 í sótt­kví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra er eitt smit og einn í sótt­kví. Á Norðvesturlandi er eitt smit og tveir í sóttkví. Ekkert smit er á Vestfjörðum og enginn í sóttkví. Á Vesturlandi eru sjö smit og þrír í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru þrír í einangrun og fimm í sóttkví.   

Tekið við vottorðum frá öðrum EES /EFTA ríkjum

Frá 10. desember err ekki bara tekið á móti vottorði um staðfesta COVID-19 sýkingu á Íslandi því einnig verða sambærileg erlend vottorð frá löndum innan EES/EFTA-svæðis tekin gild á landamærum Íslands. Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að fara í sóttkví eða í sýnatöku.

„Vottorð má vera á pappír eða á rafrænu formi. Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnaráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. að fara í 14 daga sóttkví eða gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli,“ segir á covid.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert