Nokkrir bekkir á leið í sóttkví

Austurbæjarskóli í Reykjavík.
Austurbæjarskóli í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir bekkir í Austurbæjarskóla eru komnir í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. Þá eru 200 nemendur í Hagaskóla á leið í heimakennslu og 12 nemendur og 10 kennarar komnir í sóttkví eftir smit í nemendahópnum þar. Þá eru nemendur í Lauganesskóla í sóttkví eftir að smit greindist þar í liðinni viku.

Frá þessu er greint á vef RÚV. 

Þar segir, að það komi fram í tilkynningu skólastjórnenda Austurbæjarskóla til foreldra að nokkrir nemendur í fimmta, sjötta og sjöunda bekk þurfi að fara í sóttkví.

Ekki sé talin ástæða til að starfsmenn fari í sóttkví. Nemendur þurfi að sæta sottkvi í sjö daga frá þeim degi sem þeir voru útsettir fyrir smiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert