Fjölga ferðum og áfangastöðum

Icelandair
Icelandair

„Við finnum fyrir auknum áhuga hjá fólki á að ferðast, sérstaklega hjá Íslendingum sem ætla að koma heim um jólin. Eftirspurnin er því meiri en verið hefur,“ sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Félagið hefur ákveðið að fjölga bæði flugferðum og áfangastöðum í kringum jól og áramót. Breytt áætlun tekur gildi á morgun, 16. desember, og gildir til 5. janúar 2021. Áfangastaðirnir sem flogið verður til og frá í kringum jólin eru Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmur, Berlín, Frankfurt, Amsterdam, París, London, Boston og New York. Undanfarið hefur aðallega verið flogið til Kaupmannahafnar, Amsterdam, London og Boston.

„Það voru gefin út tilmæli til fólks um að vera komið heim fyrir 18. desember svo það næði að ljúka sóttkví fyrir aðfangadag. Við bættum við ferðum vegna þessara tilmæla fyrir þann 18.,“ sagði Ásdís Ýr. Hún segir að aðstæður breytist hratt í löndunum sem farþegar koma frá og eins hér heima. Það veldur því að fólk ákveður að ferðast með skemmri fyrirvara en venjulega, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunbaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert