Þarf aftur að skoða uppbyggingaráform

Landsveit. Loo hyggur á uppbyggingu.
Landsveit. Loo hyggur á uppbyggingu. mbl.is/Hari

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi nýverið úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í maí í fyrra um að fyrirhuguð uppbygging verslunar- og þjónustusvæðis í landi Leynis 2 og 3 í Landsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun mun á næstunni ákvarða hvort framkvæmdin í Leyni þurfi að fara í umhverfismat, að teknu tilliti til uppfærðrar greinargerðar framkvæmdaaðilans, malasíska kaupsýslumannsins Loo Eng Wah.

Hann hyggur á uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og hefur stórar hugmyndir sem vakið hafa mikla athygli. Umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar hefur á sama tíma sætt gagnrýni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert