Kría, fálkinn sem tekinn var í fóstur á Bessastöðum fyrir rúmu ári og dafnaði svo vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum áður en hann flaug á brott, virðist dafna vel, en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur í tvígang á skömmum tíma fengið sendar myndir af Kríu úti í náttúrunni.
Kría brotlenti nærri forsetasetrinu á öðrum degi jóla árið 2019 og var í kjölfarið tekin í fóstur af forsetanum sjálfum, sem síðan hefur fært reglulegar fréttir af fálkanum.
Á Facebook segir Guðni frá því að laust fyrir jól hafi Þorfinnur Sigurgeirsson fuglaskoðari mynd af fálka á Garðskaga og merki á fæti, sem reyndist vera Kría, og að nú hafi Sveinn Jónsson sent honum myndir af Kríu sem teknar hafi verið á við Sandgerði um helgina.