Kría er enn á Bessastöðum

Kría hefur dafnað vel í fóstri hjá Friðbirni, sem er …
Kría hefur dafnað vel í fóstri hjá Friðbirni, sem er ráðsmaður á forsetasetrinu á Bessastöðum á Álftanesi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Mér sýnist ekkert fararsnið vera á fuglinum, þótt hann sé að koma til og sé orðinn ágætlega fleygur hérna innanhús,“ segir Friðbjörn Beck Möller Baldursson, umsjónarmaður á Bessastöðum.

Fálkaunginn sem brotlenti nærri forsetasetrinu um jólaleytið hefur síðasta mánuðinn verið í fóstri á skemmulofti í einni af byggingum staðarins. Þar hefur Friðbjörn útbúið ágæta aðstöðu fyrir fuglinn, sem daglega fær lambshjörtu í gogginn.

Öll aðhlynning er samkvæmt ráðum Ólafs Karls Nilsen náttúrufræðings, sem komið hefur reglulega til að fylgjast með Kríu, eins og fuglinn var nefndur. Ólafur hefur í tímans rás mikið sinnt rannsóknum á íslenska fálkastofninum og þekkir vel til allra lifnaðarhátta hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert