Hrefna forstöðumaður hitaveitna

Hrefna Hallgrímsdóttir, nýr forstöðumaður hitaveitna hjá Veitum.
Hrefna Hallgrímsdóttir, nýr forstöðumaður hitaveitna hjá Veitum. Ljósmynd/Aðsend

Hrefna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður heitaveitu hjá Veitum. Hrefna er með B.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur frá 2013 og starfaði áður hjá Elkem Ísland.

Veitur eru stærsta fyrirtæki með hitaveituþjónustu á Íslandi og reka Veitur þrettán hitaveitur sem þjónusta 65% landsmanna. 

Um umfang Veitna segir í tilkynningu frá Veitum: 

„Borholurnar eru 78 talsins, 74 dælustöðvar eru í rekstri hjá fyrirtækinu og 26 miðlunargeymar. Samanlögð lengd lagna ríflega 3.000 kílómetrar og um 90 milljónir rúmmetra af heitu vatni er dreift árlega til íbúa og fyrirtækja á veitusvæði Veitna á suðvesturhorni landsins.“

mbl.is