Þrír heppnir fá sjö milljónir

Lottó.
Lottó.

Þrír voru með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hver um sig rúmar sjö milljónir króna. 

Nákvæm vinningsupphæð var 7.204.340 krónur. Miðarnir þrír voru allir seldir á lotto.is.

Tveir hlutu bónusvinninginn og fá þeir hvor um sig 258 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir annars vegar á lotto.is og hins vegar í gegnum áskrift. 

Tíu voru með fjórar jókertölur réttar í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Tveir miðar voru keyptir í Lottó-appinu, þrír á lotto.is, fjórir í áskrift og einn á Olís, Álfheimum. 

Vinn­ingstöl­ur kvölds­ins: 18-21-24-25-29.

Bón­ustal­an: 35.

Jóker­töl­urn­ar: 8-1-6-2-7. 

mbl.is