Spáin eins dag eftir dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspárnar bjóða ekki upp á mikinn breytileika þessa dagana, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun.

„Norðan- og norðaustanáttin allhvöss eða hvöss um allt land. Él og snjókoma á köflum fyrir norðan og austan, en lengst af skýjað með köflum og þurrt annars staðar. Vægt frost en sums staðar frostlaust við ströndina, einkum austan og suðaustan til.

Þessi texti gæti allt eins átt við næstu daga, en þó eru spár að gera ráð fyrir að úrkomubakki nálgist landið úr suðri á mánudag og þriðjudag og gæti þá snjóað um tíma um landið sunnanvert. Eins og staðar er núna er nákvæm staðsetning eða magn óráðið, eða jafnvel gæti þetta endað á að ná ekki inn á land,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Gular viðvaranir taka gildi á fjórum spásvæðum klukkan 9 og gilda til miðnættis. Strandir og Norðurland vestra: „Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.“

Norðurland eystra: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Austurland að Glettingi: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Austfirðir: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, einkum norðan til. Skyggni mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Veðurhorfur í dag og næstu daga

Norðan 8-15 m/s og 10-18 síðdegis, en sums staðar hvassari vindstrengir syðra. Él eða snjókoma á norðanverðu landinu en bjart sunnan heiða.

Heldur hvassari á morgun. Samfelld snjókoma NA- og A-lands, þurrt að kalla um landið S-vert, en annars él.
Frost 1 til 6 stig, en allvíða frostlaust syðst og austast.

Á laugardag:

Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða éljagangur, hvassast við SA-ströndina en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.

Á sunnudag:
Norðan 8-15 m/s og él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 1 til 8 stig, minnst syðst.

Á mánudag:
Norðankaldi og víða dálítil él en austlægari syðst og líkur á snjókomu þar. Harðnandi frost.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en dregur heldur úr frosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert