Þrír í varðhaldi vegna líkamsárásar

Mennirnir verða áfram í varðhaldi vegna líkamsárásarinnar.
Mennirnir verða áfram í varðhaldi vegna líkamsárásarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír karlar á þrítugsaldri voru í dag úrskurðaðir í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru grunaðir um líkamsárás i miðborg Reykjavíkur í síðustu viku.

Rannsókninni miðar vel en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sá sem varð fyr­ir árás­inni í síðustu viku var flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á bráðadeild Land­spít­al­ans og var hann með áverka á hönd­um og víðar.

mbl.is