Betur fór en á horfðist eftir bílveltu

Frá slysstað skammt frá Námaskarði.
Frá slysstað skammt frá Námaskarði. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar tilkynning barst um bílveltu í grennd við Námaskarð  um klukkan fimm í dag.

Komust bílstjóri og farþegar úr bílnum af sjálfsdáðum og slasaðist enginn að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Kallað var á björgunarsveitirnar þar sem langt var í næstu viðbragðsaðila en lögreglan og sjúkrabílar komu á vettvang skömmu seinna. 

„Það fór betur en á horfðist, allir komust út úr bílnum óslasaðir,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is.

Athugasemd - sett inn klukkan 9:05 25. janúar. 

Bíllinn valt skammt austan við Námaskarð, við vestari brekku, ekki í grennd við Dettifoss líkt og kom fram í frétt mbl.is í gær að sögn manns sem kom á slysstaðinn í gær. Fjölskyldan sem var í bílnum fékk aðstoð við að komast út úr bílnum en lögregla kom fljótt á vettvang þar sem hún var við eftirlit við Jökulsá á Fjöllum vegna þess að það flæðir vatn og krapi yfir veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert